09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2755 í B-deild Alþingistíðinda. (2627)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Hér er um að ræða till. sem er efnislega samhljóða till. sem nokkrir þm. Alþfl. og Sjálfstfl. hafa flutt á undangengnum þingum, sem gengu í þá átt að jafna fleira í þessu landi en atkvæðisréttinn. Þó að þetta sé vissulega ekki stórt skref og þrátt fyrir það, að slíkar hugmyndir hafi ekki fengið hljómgrunn stjórnarliða þegar þm. Alþfl. og Sjálfstfl. hafa flutt það, þá er þetta mál þess eðlis, að ég tel sjálfsagt og eðlilegt að það verði samþykkt hér á Alþingi. Ég segi því já.