09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2755 í B-deild Alþingistíðinda. (2629)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Á síðasta þingi samdi ég frv. til l. um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, þar sem einmitt er gert ráð fyrir því að slík ívilnun sé gerð sem hér er fjallað um. Fékk ég þá með mér þm. úr mínum flokki og Sjálfstfl. til þess að flytja það mál. Ég hef samið annað frv. nú, nokkuð breytt, og hef lokið við að ganga frá því. Ég mun leita eftir atfylgi þeirra sem standa að þessari brtt. við það frv., vegna þess að það er ekki nægilegt að slík ákvæði séu sett í stjórnarskrá, heldur verða þau einnig að setjast í almenna löggjöf. Vænti ég þess að fá góðar undirtektir frá þeim þm. sem þetta mál hafa flutt. Ég sé ekkert á móti því að slíkt atriði sé sett inn í stjórnarskrá, eins og till. er gerð um hér, og segi já.