09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2755 í B-deild Alþingistíðinda. (2630)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Í umr. um þetta mál, sem hér er til lokaafgreiðslu, hefur hv. alþm. orðið tíðrætt um orðin mannréttindi og misrétti. Flestir hafa talið sig merkisbera réttlætis í þess orðs fyllstu merkingu, ef marka má ræður þeirra. Sú till. sem nú er verið að greiða atkv. um mundi minnka verulega það misrétti sem viðgengst í þjóðfélaginu í dag, ef samþykkt yrði, og margfalt meira en það frv. sem verið er að reiða atkv. hér um, ef það verður samþykkt óbreytt. Ég segi já.