09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2756 í B-deild Alþingistíðinda. (2634)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Stjórnarskrá lýðveldisins er í endurskoðun. Ég tel rangt að taka eitt atriði út úr og breyta því. Ég tel einnig að til þeirrar vinnu hafi verið kastað höndum og að það verði til að kveikja ófrið milli dreifbýlis og þéttbýlis. Ég segi nei.