09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2758 í B-deild Alþingistíðinda. (2654)

22. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Það hafði komið hér fram málamiðlunartillaga, brtt. í þessu máli um að helminga þetta gjald. Ég hefði stutt þá till. Mér finnst of langt gengið í þessu frv. eins og það liggur fyrir, sérstaklega með tilliti til þess að þetta þing mun væntanlega samþykkja frv., samkomulagsmál um að fella niður gjald til sýsluvegasjóðs af sumarbústöðum og orlofsbúðum yfir höfuð. Ég verð að segja eins og er að mér finnst fulllangt gengið í niðurfellingu þessara tekjustofna tveggja. Ég segi nei.