09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2759 í B-deild Alþingistíðinda. (2657)

22. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Í frv. þessu felst leiðrétting sem flestir menn munu viðurkenna að eigi fullan rétt á sér. Með frv. er verið að leggja til að skattur á þéttbýlisbúa, sem koma sér upp sumarhúsum, sé færður í samræmi við skatta sem lagðir eru á íbúa sveitanna hér í nágrenni okkar. Ég hef orðað það á þann veg, að með þessu væri komið í veg fyrir það að við Reykvíkingar og aðrir þéttbýlisbúar værum gerðir að aukabúgrein þeirra sem í sveitunum búa. Því segi ég já.