09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2762 í B-deild Alþingistíðinda. (2670)

230. mál, almannatryggingar

Frsm. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt með breytingum sem fram koma á þskj. 511. Breytingarnar eru gerðar til samræmis við yfirlýsingu hæstv. heilbr.- og trmrh., sem fram kom við umr. um 14. mál þessarar hv. deildar þann 3. þ. m., þar sem hæstv. ráðh. skýrði frá samþykkt ríkisstj. þá um morguninn, samþykkt sem gengur mjög í átt til efnis frv. Sumir telja að samþykkt ríkisstj. hafi ekki fulla stoð í lögum. Um það vil ég ekkert segja. En til að taka af öll tvímæli leggur nefndin til, eins og ég áður sagði, að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma á þskj. 511.

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru hv. þm. Matthías Bjarnason og hæstv. ráðh. Pálmi Jónsson.