09.11.1982
Sameinað þing: 14. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í B-deild Alþingistíðinda. (271)

267. mál, bann við því að bændum sé greitt fullt verð fyrir afurðir

Egill Jónsson:

Herra forseti. Það er út af fyrir sig rétt, sem hefur komið fram hjá hæstv. landbrh., að sláturkostnaðurinn hefur núna hækkað hlutfallslega aðeins minna en afurðaverðið, en það segir út af fyrir sig ekkert um hvort hann er réttur eða ekki. Kannske er vert að menn íhugi hér á þessum stað, þar sem stundum er nú verið að tala um fjárstreymi til landbúnaðarins, útflutningsuppbætur, jafnvel niðurgreiðslur og annað þess háttar, að bóndinn fær jafnmikið fyrir 11/2 dilk og það kostar að slátra einum dilk. Það kemur í hans hlut og þá verður þó að vera alveg um fullt uppgjör að ræða. (Gripið fram í.) Já, þm. vill gefa allar upplýsingar um þetta. (Gripið fram í.) Endurtaka þetta, já. (Gripið fram í.) Nei, fyrirgefðu. Bóndinn fær jafnmikið fyrir að framleiða einn dilk og það kostar að slátra einum og hálfum. Þannig snýr þetta rétt. Ég þakka fyrir ábendinguna. — Þannig er ákaflega mikilvægt að menn leggi þessi mál vel niður fyrir sér hér.

Ég held að það sé allt of síðbúið að bíða til næstu verðákvörðunar með að fara ofan í þessi mál. Ég tek alveg skýrt fram, að ég lit ekki svo á að hæstv. landbrh. sé neinn sérstakur talsmaður þessa kerfis, en ég vil hins vegar taka það alveg skýrt fram, að það er útilokað að biða fram á næsta verðlagsár til að fá niðurstöðu í þessum málum. (Gripið fram í.) Já, það má skilja á ýmsa vegu. Sameinað þing, 15. fundur.