09.03.1983
Neðri deild: 57. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2816 í B-deild Alþingistíðinda. (2733)

30. mál, heilbrigðisþjónusta

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég tel að það eigi að ákveða með samningum hvernig læknum og tannlæknum, sem starfa við heilsugæslustöðvar, eru ákveðin laun. Ég gat ekki fallist á að það sé bundið með lögum að þeir fái laun með tvennu móti og segi því nei.