09.03.1983
Neðri deild: 57. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2825 í B-deild Alþingistíðinda. (2753)

216. mál, Landsvirkjun

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég tel að þessi brtt. sé mikið til bóta, en í heild er frv. slæmt. Því miður var ég fjarverandi umr., en ætla núna að benda á að í flestum greinum á bls. 3 eru slíkar klausur: Nánari ákvæði um starfssvið stjórnar og forstjóra skulu sett í reglugerð: Nánari ákvæði um fundarsköp og starfssvið ársfundarins skal setja í reglugerð. Nánari ákvæði um reikningshald og endurskoðun skal setja í reglugerð. Svona heldur þetta áfram. Þessi brtt., þó smá sé,.er til bóta og ég segi því já.