09.03.1983
Neðri deild: 57. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2829 í B-deild Alþingistíðinda. (2780)

230. mál, almannatryggingar

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég heyri að herra forseti er orðinn einn besti skemmtikraftur landsins og spjarar sig vel í því starfi. En ég spyr herra forseta og nú sem dómara í fundarsköpum þessarar hv. deildar: Ef ég er nú þeirrar skoðunar að ég vil heldur af tvennu illu láta lögin taka gildi 1. júní en strax, en helst vildi ég að þau tækju ekki gildi og vera á móti greininni, fæ ég sem hv. þm. hér í þessari deild tækifæri til að láta þá skoðun mína í ljós og með hvaða hætti, ef ég fer nú fram á það, að þessi grein verði borin undir atkv. svo breytt, eins og venja er um önnur atriði? Þetta vil ég leggja í dóm hæstv. forseta.