09.03.1983
Neðri deild: 58. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2838 í B-deild Alþingistíðinda. (2794)

4. mál, lokunartími sölubúða

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég viðurkenni að hér er á ferðinni betra orðalag en hv. flm. hafði á sinni till. á síðasta þingi. Ég tel að opnunartími verslana eigi að vera sem lengstur og henta neytendum sem best. Hins vegar er eðlilegt, að mínu mati, að ákvörðunarvaldið sé hjá sveitarstjórnum, sem best geta metið á hverjum stað hvernig fara skuli með þetta mál, enda eru þær hæfastar til að meta slíkt og bera á því pólitíska ábyrgð. Ég segi því nei.