10.03.1983
Sameinað þing: 63. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2871 í B-deild Alþingistíðinda. (2845)

Um þingsköp

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Á dagskrá þessa fundar í Sþ. eru mörg mál, en efst á þeim málalista. sem hér á að taka til 1. umr., er þáltill. sem þrír þm. flytja. fulltrúar þriggja flokka, um afvopnun og stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna. Þessi till. hefur beðið umr. í langan tíma. Það er að vísu rétt að fyrir nokkrum vikum ræddum við hæstv. forseti um hvort till. skyldi koma til umr. á þeim fundi. en ég taldi að það væri í lagi þótt svo yrði ekki. Ég hafði hins vegar búist við því í dag. að ef ætti að fara að ganga almennt á þennan lista yrði ekki gengið svona skýrt fram hjá þessu máli. eins og hér virðist eiga að gera.

Hér er tekin til umr. till. frá ríkisstj. um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Ég geri út af fyrir sig ekki aths. við það þótt tillögur sem fram koma frá stjórnvöldum séu teknar hér til umr. Þó get ég skilið þá aths.. sem hér kom fram frá hv. þm. Garðari Sigurðssyni. að það er nokkuð sérkennilegt að rjúfa síðan þá umr. til að hefja umr. um annað mál sem vitað er að er mikið hita- og deilumál hér í þinginu.

Nú hafði verið ákveðið á fundum forseta deilda og formanna þingflokka fyrr í dag að um kl. 5 hæfust fundir í deildum. Ég verð að segja eins og er. að ég á bágt með að skilja hvaða tilgangi það þjónar að vera þá að hefja hér umr. í rúman hálftíma um mál sem vitað er að er mikið deilumál hér í þinginu. Væri fróðlegt að vita frá hæstv. forseta hverjir það eru sem knýja á um að hér sé rofin umr. um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og hafin umr. um 17. mál. viðræðunefnd við Alusuisse. Ég get ekki séð að það séu nein sérstök rök sem mæli með því í fundarstjórn, þannig að það hlýtur að vera að hæstv. forseti hafi fengið um það óskir frá einhverjum þm. að taka þetta mál fram yfir önnur mál sem hér eru á dagskránni. Mér er ekki kunnugt um að sú ósk hafi komið fram formlega frá neinum þingflokki. Að vísu gat formaður þingflokks Sjálfstfl. þess fyrr í dag að þetta væri eitt af þeim málum sem Sjálfstfl. vildi gjarnan fá rædd hér áður en þinginu lyki. En skoðun mín er sú, að ýmis önnur mál. sem hér eru á dagskrá. eigi jafnmikinn rétt á því að ganga inn í umr., sem rofin er, um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og því vildi ég leita skýringa hæstv. forseta á því. hvaða orsakir liggja að baki því að sú umr. er rofin með slíkri skyndingu eins og raun varð á og tilkynnt að hafin skuli umr. um 17. mál.