10.03.1983
Efri deild: 66. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2884 í B-deild Alþingistíðinda. (2881)

154. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Við umfjöllun Nd. um þetta mál, þ.e. frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar, hafa bæst við þrjú nöfn, svo sem ekki er óalgengt við meðferð mála af þessu tagi. Þau nöfn liggja fyrir á þskj. 560 og eru þeir einstaklingar, sem gert er ráð fyrir að öðlist íslenskan ríkisborgararétt, samkv. þessu 36 talsins. Nöfnin sem við hafa bæst eru Tove Solveig Heinesen húsmóðir í Reykjavík, Ali Riza Mete verkamaður á Eskifirði og Johnnie Wayne Wheat símsmiður í Keflavík.

Nm. í allshn. hv. Ed. geta fyrir sitt leyti fallist á þessa breytingu og mæla með því að frv. verði samþ. eins og það kom frá Nd.