10.03.1983
Neðri deild: 60. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2897 í B-deild Alþingistíðinda. (2896)

221. mál, lánsfjárlög 1983

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég hef áður lýst því í ræðu hvernig stendur á afgreiðslu þessa máls, hvers vegna þarf að afgreiða það nú og að stjórnarandstaðan hafi fyrir sitt leyti fallist á að standa ekki gegn afgreiðslu málsins. Ég hef einnig vísað til þess, að þrír stjórnmálaflokkar af fjórum hafa flutt á Alþingi till. um að Alþingi verði kvatt saman á ný eigi síðar en 18 dögum að loknum kosningum beinlínis í því skyni að taka til við úrlausn efnahagsmála og þá hlýtur m.a. þetta mál að koma til endurskoðunar. Ég mun fyrir mitt leyti gera það sem gera þarf til að greiða veg þessa máls í gegnum þessa umr. og atkvgr. og greiða atkv. fyrst og fremst til að greiða fyrir afgreiðslu málsins, en ekki vegna þess að ég taki afstöðu jákvætt með einstökum greinum.