10.03.1983
Neðri deild: 61. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2900 í B-deild Alþingistíðinda. (2911)

221. mál, lánsfjárlög 1983

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Þó að ég hafi greitt atkv. áðan gegn till. um heimild til að veita ábyrgð vegna láns í þágu Verslunarskólans og ætli mér að gera það enn á ný við 3. umr. vil ég taka það fram að ég er ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort slík ábyrgðarveiting geti átt rétt á sér eða ekki. En sannleikurinn er sá. að þetta erindi kemur ekki í hendur okkar fyrr en núna á allra seinustu dögum. Það hefur enginn tími gefist til að ræða við þá sem hér eiga hlut að máli. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um hvort um málið hafi verið fjallað í menntmrn.. það hefur í öllu falli enginn rætt við mig um þetta mál. en hvort eitthvað hefur verið rætt við fjvn. eða fjhn. skal ég ekki segja. Ég tel að málið sé sem sagt því miður ekki nægilega rækilega undirbúið og þurfi nánari skoðunar við. En það gefst þá hugsanlega tækifæri til að líta betur á málið. væntanlega á næsta þingi. Það liggur ekkert fyrir um það á mínum pappírum hvort hér er um mjög brýnt mál að ræða eða hvort hugsanlegt er að þetta gæti komið inn í fjárlagaafgreiðslu á næsta hausti. Ég held sem sagt að málið liggi einfaldlega þannig fyrir að það sé allt of seint fram komið til þess að það sé hægt að taka það inn í lánsfjáráætlun.