11.03.1983
Efri deild: 67. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2935 í B-deild Alþingistíðinda. (2967)

249. mál, samkomudagur Alþingis

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Það er grundvallarregla samkv. stjórnarskránni að það er Alþingi sem ræður hvenær það kemur saman. og vitna ég til 35. gr. stjórnarskrárinnar i því efni. Þar er að vísu talað um reglulegt þing, en það leiðir af þessu að það er eðlilegt að Alþingi geti einnig tekið afstöðu til þess. hvenær aukaþing á að koma saman. Með samþykkt þessarar till. lýsir Alþingi því yfir að aukaþing skuli koma saman. svo sem þar er ákveðið. og í trausti þess að það verði farið að vilja Alþingis í þessu efni segi ég já.