11.03.1983
Neðri deild: 62. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2947 í B-deild Alþingistíðinda. (2993)

163. mál, verðlag

Frsm. minni hl. (Halldór Ásgrímsson) (frh.):

Herra forseti. Ég hafði gert grein fyrir því í stuttu máli, að minni hl. fjh.- og viðskn. leggst gegn því að frv. þetta verði samþykkt. Hér er hið mesta að gera, eins og forseti hefur margoft sagt, í deildinni. Ég sé því ekki ástæðu til að eyða frekari tíma í að gera grein fyrir afstöðu okkar, en mun gera það síðar ef ástæða þykir til og frekari umr. verða um málið. Ég ætla því að bíða með það sem ég hafði ekki lokið við að segja og vil aðeins ítreka það, að við leggjum til að frv. þetta verði fellt.