11.03.1983
Neðri deild: 62. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2952 í B-deild Alþingistíðinda. (3000)

163. mál, verðlag

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Það er alveg ljóst að borgarstjórinn í Reykjavík og borgaryfirvöld hafa hegðað sér með mjög umdeilanlegum hætti, að ekki sé meira sagt, þegar þau tóku ákvörðun um þá hækkun sem varð tilefni þessara umr., svo sem menn þekkja. Það mál er fyrir dómstólum. Og meðan það mál er fyrir dómstólum, úr því að sú leið var farin, tel ég óviðeigandi að Alþingi sé að breyta þeim hinum sömu lögum á meðan það er að ganga yfir. Með því er verið að grípa með pólitískum hætti inn í mál sem verða fyrst að ráðast á öðrum vettvangi. Það kemur ekki efnisatriðum málsins við, því að ég er fylgjandi þeim í sjálfu sér, en af þessum hinum stjórnmálalegu ástæðum segi ég nei.