11.03.1983
Sameinað þing: 64. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2994 í B-deild Alþingistíðinda. (3035)

Um þingsköp

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hæstv. iðnrh. var í ræðu sinni að reifa ákveðið mál þegar gert var hlé á fundi Sþ. Sumum okkar þykir að hann noti stundum fullmörg orð um það sem hann þarf að koma á framfæri. Okkur sýnist einnig sennilegt að ekki verði það til þess að stytta mál hæstv. iðnrh. verði honum gefnar pásur jafnt og þétt á milli. Þess vegna eru það vinsamleg tilmæli mín að ekki verði haldið áfram með þeim hætti að hér sé ávallt verið að gera hlé, heldur verði hæstv. iðnrh. leyft að tala út, jafnvel þótt það verði til morguns.