11.03.1983
Sameinað þing: 64. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3016 í B-deild Alþingistíðinda. (3040)

Afbrigði vegna almennra stjórnmálaumræðna

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Títtnefndir hv. þm. og hæstv. ráðh., Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson, eru á nákvæmlega sama stað núna í framboði og þeir voru seinast. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum, þannig að aðstæður eru ekki eins breyttar að þessu leytinu og hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson gefur til kynna. Við tókum þá afstöðu, þm. Alþfl., í upphafi að það væri stuðningsmanna ríkisstj. að bera ábyrgð á aukatímum af því tagi sem hefur verið úthlutað til þessara svonefndu stuðningsmanna ríkisstj. úr Sjálfstfl. Sú afstaða okkar er óbreytt. En stuðningsmönnum ríkisstj. er greinilega farið að líða illa undir ábyrgðinni.