14.03.1983
Neðri deild: 64. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3131 í B-deild Alþingistíðinda. (3144)

238. mál, fangelsi og vinnuhæli

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. Nd. hefur haft til athugunar frv. til l. um breytingu á lögum nr. 38 frá 1973, um fangelsi og vinnuhæli. Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt þessa frv. eins og það kom frá Ed., en nefndinni virðist eðlilegra að 2. gr. frv. hæfist á orðunum: Aftan við 2. málsgr. 8. gr. laganna komi ný málsgr. Við flytjum ekki um þetta sérstaka brtt., heldur viljum við aðeins geta þessa í framsögu og teljum að rétt sé að lesa í málið með þessum hætti þegar lögin verða gefin út.