14.03.1983
Sameinað þing: 65. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3145 í B-deild Alþingistíðinda. (3175)

Um þingsköp

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil hér leyfa mér, þar sem tími gefst væntanlega ekki annar til, að vekja hér athygli á skýrslu sem við höfum fengið hér á þskj. 630 um norrænt samstarf árið 1982. Ég vil leyfa mér að vekja athygli hv. þm. á því, að við getum kannske ekki alltaf þess sem vél er gert. Það er óvenjulega að verki verið, að hér skuli þessi skýrsla liggja fyrir svo skjótt eftir þing Norðurlandaráðs. Ég vil leyfa mér að færa þakkir hv. formanni Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og starfsfólki hans fyrir þessi vinnubrögð. Þau eru til fyrirmyndar. Hér er allt of sjaldan ráðrúm til að ræða störf Norðurlandaráðs, en það er þm. til mikilla þæginda að fá skýrslu sem þessa svo fljótt og fyrir það vil ég þakka.