14.03.1983
Sameinað þing: 66. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3207 í B-deild Alþingistíðinda. (3214)

Þingrof og þinglausnir

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Gefið hefur verið út svofellt forsetabréf um þingrof, almennar kosningar til Alþingis og þinglausnir:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Þar eð Alþingi, er nú situr, 105. löggjafarþing, hefur samþykkt frv. til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, ber samkv. 79. gr. stjórnarskrárinnar að rjúfa Alþingi nú þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samkv. þessu er Alþingi hér með rofið, frá og með 23. apríl 1983. Jafnframt er ákveðið að almennar kosningar til Alþingis skuli fara fram nefndan dag, laugardaginn 23. apríl 1983. Hér með veiti ég forsrh. umboð til þess að slíta Alþingi, 105. löggjafarþingi, mánudaginn 14. þessa mánaðar.

Gjört á Bessastöðum, 14. mars 1983.

Vigdís Finnbogadóttir.

Gunnar Thoroddsen.“

Samkv. þessu bréfi, sem ég nú hef lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi, sem nú situr, er slitið.

Var síðan af þingi gengið.

Viðauki

Yfirlit um störf Alþingis.

Þingið hefur staðið yfir frá 11. okt. til 18. des. 1982 og frá 17. jan. til 14. mars 1983,

alls 126 daga.

Þingfundir hafa verið haldnir:

Í neðri deild

67

Í efrideild

71

Í sameinuðu þingi

66

Alls

204

Þingmál og úrslit þeirra:

1. Lagafrumvörp:

1.

Stjórnarfrumvörp:

a.

Lögð fyrir neðri deild

37

b.

Lögð fyrir efri deild

37

c.

Lögð fyrir sameinað þing

2

76

2.

Þingmannafrumvörp:

a. Borin fram í neðri deild

65

b. Borin fram í efri deild

19

84

160

Úrslit urðu þessi:

a.

Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp

36

Þingmannafrumvörp

16

52

b.

Frv. til stjórnarskipunarlaga

1

c.

Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Stjórnarfrumvarpi

1

d.

Felld:

Þingmannafrumvörp

3

e.

Ekki útrædd:

Stjórnarfrumvörp

39

Þingmannafrumvörp

64

103

160

II. Þingsályktunartillögur:

a.

Bornar fram í sameinuðu þingi

68

b.

Borin fram í neðri deild

1

c.

Borin fram í efri deild

1

70

Úrslit urðu þessi:

a.

Ályktanir Alþingis

15

b.

Felld

1

c.

Tekin aftur .

1

d.

Ekki útræddar

53

70

III. Fyrirspurnir:

Í sameinuðu þingi 47. Sumar eru fleiri

saman á þingskjali svo málatala þeirra er ekki nema 30.

Allar voru fyrirspurnir þessar ræddar

eða svarað skriflega nema

12

Mál til meðferðar í þinginu alls

260

Skýrslur ráðherra voru

5

Tala prentaðra þingskjala

668