11.11.1982
Sameinað þing: 16. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

Um þingsköp

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Ég vil aðeins undirstrika mjög rækilega það, sem fram kom h já hv. 11. þm. Reykv., að hv. alþm. skoði mjög vel efnisatriði þessa máls. Ég endurtek og undirstrika: efnisatriði þessa máls. Mér er alveg ljóst að mér rann í skap, það skal sagt eins og er, en ekki eingöngu út af atburðum í dag, heldur vegna samhengisins við það sem gerðist fyrir tveimur vikum. Ég held að aðallega það, en einnig þetta, séu skelfilegir atburðir þingsins vegna. Ég endurtek: skelfilegir atburðir þingsins vegna.

Hv. 3. þm. Reykv. hefur auðvitað með fullum rétti verið að kenna mér mannasiði og þingsköp, og í framhaldi af því lýsti hann því yfir í gær að ég væri alinn upp í baksætinu á ráðherrabíl. Ég tek auðvitað vel þeirri kennslu. En ég vil biðja hv. alþm. mjög alvarlega að skoða efnisatriði. Ég vísa til orða hv. 11. þm. Reykv. í því sambandi og þess sem hann þingræðislega er að segja. Það er það sem skiptir öllu máli og að tillögurnar verði bornar upp í þeirri röð sem þær komu fram. (Gripið fram í.) Já, það hefur fengist staðfest hjá forseta. Ég endurtek beiðni mína um nafnakall og svo skulum við reyna að láta atkvgr. fara fram eins og lög gera ráð fyrir.