11.11.1982
Sameinað þing: 16. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (342)

Um þingsköp

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Hér hefur gerst þrennt: Það hafa orðið mistök í fundarstjórn. Þau eru nú leiðrétt. Hér hafa verið þverbrotin öll þingsköp með því að leyfa efnislegar umr. þar sem þær eiga ekki heima. Og hér hafa verið brotin einföldustu frumboðorð mannasiða, þar sem ráðist er í umr., sem á að vera um þingsköp og fundarstjórn, að mönnum sem eiga enga aðild að því máli, menn átaldir fyrir aldur eða að túlka lagakerfi sér í hag. Í hverra þágu ættu þeir að túlka það? Það er þá annarra að túlka það þeim í óhag. En umr. er til skammar.