16.11.1982
Sameinað þing: 17. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í B-deild Alþingistíðinda. (378)

31. mál, afurðalán landbúnaðarins

Egill Jónsson:

Herra forseti. Ég skal lofa því að vera afskaplega stuttorður. En ég get ekki látið hjá líða að vekja athygli á þeim skilningi sem kom fram hjá Níelsi Lund, hv. 2. þm. Norðurl. e., því að hann segir hina sönnu sögu í þessu máli. Hv. þm. segir að það sé ekki nema eðlilegur hlutur að kaupfélögin ráðstafi afurðalánum eftir sinni þörf. Við viljum líta svo á að eignarrétturinn sé friðhelgur í þessu landi. Afurðalánin eru veitt út á eignir bændanna í þessu landi. Þeir eiga að njóta þess.