18.11.1982
Sameinað þing: 19. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

87. mál, málefni El Salvador

Forseti (Jón Helgason):

Óskað hefur verið að útvarpsumr. fari fram um till. og er ákveðið að hún fari fram n.k. þriðjudag, 23. þ.m., og hefjist kl. 8.30. Gert er ráð fyrir að umr. ljúki með útvarpsumr. og atkvgr. fari fram þegar að henni lokinni.

Í sambandi við útvarpsumr. þarf að leita afbrigða frá þingsköpum. Útvarpsráð hefur óskað eftir að sjónvarpa beint frá umr. um till. samkv. 60. gr. þingskapa og legg ég til að það verði samþykkt. Ennfremur legg ég til að ráðherrar úr Sjálfstfl. fái 30 mínútna ræðutíma. Þess hefur verið óskað að atkvgr. um þessi afbrigði fari fram sitt í hvoru lagi.