19.10.1982
Sameinað þing: 4. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í B-deild Alþingistíðinda. (45)

Um þingsköp

Forseti (Jón Helgason):

Á fundi á miðvikudaginn kom hv. 4. þm. Reykv. að máli við mig og skírskotaði til ákvæðis þingskapa um beiðni um að leita álits þingheims ef forseti synjaði fsp. Í þingskópum segir að það eigi að leggja það undir atkv. á næsta fundi. Til þessa ákvæðis skírskotaði hv. 4. þm. Reykv. og ég gat ekki skilið það á annan hátt en þann, að þar með væri hann að óska eftir því að atkv. væri leitað á þessum fundi. Það getur vel verið að það hafi verið rangur skilningur hjá mér, en ég skírskota þá bara til þm. um hvort ég hafi þar með verið að segja rangt frá. Ég skildi það svo, að óskað væri eftir því að atkv. væri leitað á þessum fundi. Þetta svarar þá einnig máli hv. síðasta ræðumanns. En það mun hafa verið áður en fsp. var synjað sem þskj. var prentað og það er komið inn í skjöl Alþingis, hvort sem því hefur verið dreift út meðal þm. eða ekki.