02.12.1982
Sameinað þing: 24. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

265. mál, stjórn og starfræksla póst- og símamála

Tryggvi Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vil sérstaklega þakka hv. síðasta ræðumanni, Skúla Alexanderssyni, fyrir orð hans um lokun á stöðvum og einnig hv. þm. Helga Seljan. En mér finnst að þarna megi minnast örlítið á ágæta sögupersónu, góða dátann Svejk, sem sagði að það ætti að vera regla á hlutum. Mér sýnist að þarna sé um ágæta reglu að ræða hjá Pósti og síma. Hann hækkar símgjöldin á okkur til þess að við tölum minna og brennivínið er líka hækkað til að við drekkum minna. Það er ágætis regla á þessu öllu saman.