02.12.1982
Sameinað þing: 24. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 920 í B-deild Alþingistíðinda. (628)

265. mál, stjórn og starfræksla póst- og símamála

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil taka undir þá gagnrýni sem hér hefur komið fram á það fjársvelti sem Póstur og sími hefur orðið að búa við á undanförnum árum og sem m.a. hefur komið fram í því, að nægilegum tæknibúnaði hefur ekki verið komið upp á sjálfvirku stöðvunum. Það er þannig t.d. milli Reykjavíkur og Norðurl. e., að nær ógerningur er að ná sambandi langtímum saman á mestu annatímum, t.d. eftir hádegið eða eftir kvöldmat, þegar ódýrari taxtinn kemur til sögunnar. Þetta hefur auðvitað margvíslega röskun í för með sér fyrir fólk og óþægindi svo að ekki sé meira sagt. Ég álít að þessum þáttum þurfi að gefa betri gaum. Síminn er dýr og við hljótum að ætlast til þess að þjónusta hans sé í a.m.k. þokkalegu lagi miðað við gjaldskrána eins og hún er.