07.12.1982
Sameinað þing: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 997 í B-deild Alþingistíðinda. (731)

269. mál, verðmyndunarkerfi landbúnaðarins og endurskoðun útflutningsbótakerfisins

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Ég er nú vanur því að svara þeim spurningum sem til mín er beint. Það sama er ekki hægt að segja um síðustu ræðumenn, því að til þeirra tveggja var beint fsp., sem þeir auðvitað svara ekki.

Þm. eins og Albert Guðmundsson eru um það bil allur þingflokkur Sjálfstfl. þegar frá eru taldir menn eins og hv. þm. Geir Hallgrímsson og hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson. Það er hin hryggilega staðreynd íslenskra stjórnmála. Þetta er fyrirgreiðslufólkið, sem veður hér milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, situr í bankaráðum, stjórnum ríkisstofnana og veitir greiða með sértækum reglum. Þannig er þetta fólk. Þm. eins og Albert Guðmundsson eru nærfellt allur þingflokkur Sjálfstfl. Það er nú allt og sumt. Þetta veit þjóðin ekki nógu gjörla, en hún mun fá að vita það á næstu misserum.