25.10.1982
Sameinað þing: 6. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í B-deild Alþingistíðinda. (85)

Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana

Forseti (Jón Helgason):

Útvarpsumræðan skiptist í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund og fulltrúar þingflokka 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver flokkur 10 mínútur til umráða og einnig stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í Sjálfstæðisflokknum. Röðin verður þessi í báðum umferðum: Forsrh., Sjálfstfl., Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Af hálfu Sjálfstfl. talar Geir Hallgrímsson, 1. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Lárus Jónsson, 3. þm. Norðurl. e., í þeirri síðari. Af hálfu Framsfl. talar Steingrímur Hermannsson sjútvrh. í fyrri umferð, en Halldór Ásgrímsson, 3. þm. Austurl., í þeirri síðari. Af hálfu Alþýðuflokksins tala Magnús H. Magnússon, 5. þm. Suðurl., og Eiður Guðnason, 5. þm. Vesturl., í fyrri umferð, en Vilmundur Gylfason, 4. þm. Reykv., í þeirri síðari. Af hálfu Alþýðubandalagsins talar Helgi Seljan, 2. þm. Austurl., í fyrri umferð, en Svavar Gestsson félmrh. í þeirri síðari. Af hálfu stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar í Sjálfstfl. talar Pálmi Jónsson landbrh. í síðari umferð.