15.12.1982
Sameinað þing: 30. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

1. mál, fjárlög 1983

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Við upphaf þessarar atkvgr, kom strax í ljós að vegna fjarveru stjórnarþm. er ekki hægt að koma fjárlagafrv. í gegnum 2. umr. með öðrum hætti en þeim, að nafnakall verði við hvern þátt frv. sem stjórnarandstaðan mundi sitja hjá við. Ég vil upplýsa það, að til þess að þessi atkvgr. geti farið fram án þess að nafnakall verði við nær því hvern þátt frv., þá mun stjórnarandstaðan sjá fyrir nægilega mörgum mótatkv. til að slíkt nafnakall þurfi ekki að fara fram.