16.12.1982
Sameinað þing: 31. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1199 í B-deild Alþingistíðinda. (920)

271. mál, rækjuveiðar við Húnaflóa

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég get ekki látið h já líða að lýsa nokkurri óánægju með svör hæstv. sjútvrh. við þessari fsp. Ég átti að vísu ekki von á því fremur en fyrirspyrjandi, að hann færi að lýsa yfir því að hann ætlaði að beita sér fyrir breytingu á þessari rækjuvertíð, þar sem togari Hólmvíkinga er nú ekki farinn að mala þeim gull ennþá eða kominn til veiða. En maður vonar að að því reki og þá held ég að tækifærið sé að koma til að stokka þarna upp. Mér fundust sem sagt fyrirheitin vera svona í daufara lagi, hefði kosið að hafa þau snarpari, en treysti því þó að að því reki fyrr en síðar, að þetta verði stokkað upp. Og ég vil taka það fram, að ég held að það sé aldeilis ekki ráðið að minnka hlut Skagstrendinga í þessum veiðum, það er síður en svo, þeir eru ekki í neinum vandræðum með að vinna sinn afla sem þeir geta flutt að landi og gera úr honum verð. En ég held að það sé ekkert sem er sjálfgefið, að 50% af aflanum sé landað vestan flóans, hvort sem menn geta ráðið við að verka hann eða ekki.