28.11.1983
Efri deild: 22. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (1048)

88. mál, starfsmannaráðningar ríkisins

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég vildi kannske aðeins bæta einu orði við þessa spurningu eða beina henni öllu heldur einnig til hæstv. landbrh. Ef ég man rétt sagði hæstv. landbrh. það alveg skýrt og skorinort í viðtali í Ríkisútvarpinu í sumar að bændur væru atvinnurekendur. Ég man ekki nákvæmlega hvaða dag þetta var en það var ekki löngu eftir að hæstv. ríkisstj. tók við völdum. Ég vildi bara óska þess að hæstv. landbrh. leiðrétti mig þá ef ég fer rangt með. — Ég hygg að það sé nú hægt að fá útskrift af þessu hjá Ríkisútvarpinu — en að hann staðfesti það annars og ítreki það sem hann sagði í Ríkisútvarpinu, að bændur væru atvinnurekendur. Það fór ekkert á milli mála í ræðu hans þar.