30.11.1983
Neðri deild: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (1129)

90. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það frv. sem hér er lagt fram er til staðfestingar á brbl. sem voru gefin út af síðustu ríkisstj. eins og hæstv. félmrh. tók fram. Ég vil í tilefni af þessari umr. spyrja hæstv. félmrh. einnar spurningar. Samkv. þessu frv. er gert ráð fyrir ákveðnum reglum varðandi útreikning á endursöluverði gamalla íbúða í verkamannabústöðum. Það var einnig um slíkt ákvæði að ræða í fyrri brbl., sem gefin voru út árið 1982, en náðu ekki staðfestingu á síðasta þingi. Þegar lögin voru gefin út kannast ég ekki við að gert hafi verið ráð fyrir því að breytt yrði útreikningi á endursöluverði gamalla íbúða í verkamannabústöðum. Ég vil spyrja hæstv. núv. félmrh. hvort hann telji að í þeirri gerð laganna sem nú gildir felist breyting á útreikningi endursöluverðs gamalla íbúða í verkamannabústöðunum.

Í öðru lagi vildi ég spyrja hæstv. ráðh., sem er annað mál en skylt: Hvenær má vænta þess að ráðh. leggi hér fyrir frv. til l. um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, þ.e. heildarendurskoðun á húsnæðislögunum, sem boðuð hefur verið nokkuð oft af hæstv. ráðh. og ég gerði ráð fyrir að fengi hér rækilega meðferð á hv. Alþingi fyrir áramót?