30.11.1983
Neðri deild: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (1130)

90. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Ég vil byrja á að skýra frá því að frv. til l. um Húsnæðisstofnun ríkisins verður líklega lagt fram síðar í dag, eða a.m.k. verður það tilbúið á mánudaginn.

Í því frv. er gert ráð fyrir nokkrum breytingum frá því sem er í þessum brbl. sem gefin voru út í sambandi við kaupskylduna. Þar er í aðatatriðum stuðst við þær breytingar sem félmn. Nd. varð sammála um þegar málið var til meðferðar í nefndinni á síðasta þingi en náðu ekki fram að ganga fyrir þinglok. Þetta eru ekki mjög viðamiklar breytingar en gera þó málið einfaldara í meðförum. Að allra dómi sem um hafa fjallað var nauðsynlegt að gera þær.

En sem sagt, nýtt frv. mun koma á borðin annaðhvort í dag eða á mánudaginn.