30.11.1983
Neðri deild: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (1131)

90. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svörin. Ég skil hann svo að hann telji ekki að sú gerð brbl. um Húsnæðisstofnun ríkisins sem nú er í gildi hafi í för með sér breytingu á útreikningsreglum á endursöluverði gamalla verkamannabústaða. Það stóð ekki til að breyta því á milli brbl., og ég varð ekki var við að hæstv. ráðh. teldi að með nýju brbl., ef svo mætti að orði kveða, hefði orðið breyting á þessu. Ég er að spyrja um þetta vegna þess að reglur um útreikning á endursöluverði verkamannabústaða hafa valdið nokkrum deilum í sumum tilvikum og ég vildi að úr þessum ræðustól yrði spurst fyrir um málið, vegna þess að ég veit að það mun auðvelda ákvarðanir stjórnar verkamannabústaðanna, sem eru að fjalla um endursölu á íbúðum í verkamannabústöðum.