05.12.1983
Efri deild: 24. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1337 í B-deild Alþingistíðinda. (1163)

11. mál, launamál

Frsm. meiri hl. (Tómas Árnason):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Karl Steinar er ekki minnisgóður maður. Hvað gerðist árin 1959–1964? Þá var Alþfl. í ríkisstjórn allan tímann og hvað gerðist í vísitölumálunum á þessum árum? Vísitalan var afnumin allan tímann, í fimm ár. Ég held því að hann verði að hafa það í huga þegar hann ræðir þessi mál og ræðir um afstöðu Alþfl. Þegar Alþfl. var við völd, eins og var á þessum árum, taldi hann nauðsynlegt að afnema vísitölu með öllu í fimm ár.