05.12.1983
Neðri deild: 20. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

26. mál, fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það gerist aftur og aftur hér í umr. í hv. Nd., að hæstv. ráðherrar leika þann leik sem hæstv. fjmrh. gerði hér áðan, nota ráðherravald sitt til að troða sér inn á mælendaskrá og síðan er umr. frestað eða henni slitið án þess að þm. hafi möguleika á að svara á sömu stundu. Ég mótmæli þessum vinnubrögðum hæstv. ráðh. og óska eftir því að hæstv. forseti Nd. setji ofan í við þá.