06.12.1983
Sameinað þing: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (1202)

54. mál, tekjur uppboðshaldara

Fyrirspurnin hljóðar svo:

Hverjar voru tekjur uppboðshaldara á árinu 1982 og fyrstu 6 mánuði þessa árs samkvæmt gjaldskrá fyrir uppboðshaldara, nr. 757/1981?

Sundurliðun óskast eftir hverju umdæmi fyrir sig svo og hvernig tekjur skiptust milli einstakra uppboðshaldara í hverju umdæmi.

Skriflegt svar óskast.

Svar:

Um tekjur uppboðshaldara gildir gjaldskrá fyrir uppboðshaldara, nr. 757 30. desember 1981. Gjaldskráin er sett samkvæmt heimild í 11. gr. laga nr. 57 25. maí 1949, um nauðungaruppboð. Núgildandi gjaldskrá öðlaðist gildi 1. janúar 1982.

Samkvæmt gjaldskránni skal greiða uppboðshaldara eftirfarandi:

a. Fyrir tilkynningar og uppboðsskilmála kr. 20.

b. Innheimtugjald án sölu, 1% af því sem innheimtist.

c. Innheimtugjald fyrir sölu fasteigna og skipa, 1% af þeirri upphæð, sem innheimtist.

d. Innheimtugjald fyrir sölu lausafjár

1) frá kaupanda

a) með gjaldfresti 6%

b) við staðgreiðslu 3%

2) frá seljanda 4%.

Innheimtugjald skal eigi greiða af þeim hluta uppboðsandvirðis, sem kaupandi tekur undir sjálfum sér, áfram stendur veðtryggt í eign eða kaupandi og kröfuhafi semja um greiðslu án nokkurs atbeina þess, sem innheimtu annast.

Tekjur uppboðshaldara fyrir árið 1982 og fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs koma fram í eftirfarandi lista. Nokkrir uppboðshaldarar gátu þess í svörum sínum, að þessar upplýsingar sendu þeir dómsmálaráðherra sem trúnaðarmál. Tekjur þessar eru ekki greiddar af ríkissjóði, og er ekki unnt að afla upplýsinga um þær, nema beint frá uppboðshaldara. Eru skiptar skoðanir um hvort heimilt sé að birta þær, nema viðkomandi uppboðshaldari veiti til þess beina heimild. Með hliðsjón af ofangreindu og þar sem gera má ráð fyrir að spurt sé um fyrirkomulag en ekki persónur, er því talið rétt að birta ekki nöfn embætta og uppboðshaldara þeirra sem tekjurnar fá. Er því gefin upp ein tala fyrir hvert embætti fyrir hvort tímabil, en embættin eru merkt númerum. Hjá níu embættum skiptast tekjurnar milli fleiri aðila við sama embættið.

Rétt er að taka fram að síðan í haust hafa kjaramál ofangreindra embættismanna verið í athugun í dómsmálaráðuneytinu.

Tekjur uppboðshaldara skv. gjaldskrá nr. 757 30.

desember 1981.

1982

1983 til

30/6

1.

72

433

80

233

2.

50

282

12

328

3.

5

876

9

057

4

46

977

31

539

5.

16

300

10

200

6.

3

000

1

500

7.

13

832

6

274

8.

62

121

158

342

9.

35

346

41

947

10.

342

450

332

790

11.

0

49

12.

473

616

467

908

13.

240

522

161

358

14.

2 190

915

1 221

899

15.

25

980

23

295

16.

14

833

9

698

17.

35

104

53

276

18.

600

400

19.

44

269

17

544

20.

5

547

2

578

21.

40

250

44

892

22.

365

95

23.

3

254

7

672

24.

3

465

14

715

25.

10

084

38

201

26.

1

620

22

110

27.

262

674

204

383