06.12.1983
Sameinað þing: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (1216)

108. mál, kreditkort

Fyrirspyrjandi (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Hæstv. viðskrh. tók svo til orða, að þar sem bankarnir væru meðeigendur í þeim kreditkortafyrirtækjum sem væru hér starfrækt gæti bankaeftirlitið komið þannig að málinu. Það er nokkuð skondið að bankaeftirlitið geti einungis komið þannig að málinu, þ.e. vegna þess að bankarnir séu eignaraðilar að fyrirtækjum þessum. Þar að auki held ég að það sé alveg öruggt að bankaeftirlitið hafi ekki litið eftir þeim umsvifum sem þarna eru eða kallað inn upplýsingar af því tagi, enda erfitt fyrir það að þurfa að koma svona að málum.