06.12.1983
Sameinað þing: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1222)

420. mál, efling kalrannsókna

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Mér fannst þetta svar frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins vera afskaplega ófullkomið. Sannleikurinn er sá, að það er engin aðstaða á Möðruvöllum í Hörgárdal til rannsókna eins og stefnt er að. Það hefur staðið til í átta ár að byggja þar fjós og hlöðu, en gömlu byggingarnar átti að nota til að gera þessar rannsóknir. Það þarf töluvert fjármagn á næsta ári ef á að vera hægt að byrja á framkvæmdum þá. Ég held því að það sé fyrst og fremst vandinn að þessu máli hefur ekki verið sinnt eins og skyldi. Það er best að það komi hér fram. — Það sjá það allir að maðurinn, þó góður sé, er ekki nema í 1/4 úr starfi, og hann er ráðinn til að sinna þessu verkefni án þess þó að hafa aðstöðu til þess. Það er kjarni málsins.