07.12.1983
Efri deild: 26. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1474 í B-deild Alþingistíðinda. (1306)

128. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Það frv. sem hér liggur fyrir er að framlengja fyrri skatt. Nú kemur fram í blöðum að fyrirhugaðar eru verulegar breytingar á rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Uppsagnir eru fyrirhugaðar, að því er sagt er þar, og skipulagsbreytingar miklar í vændum. Ég spyr hvort þær aðgerðir, sem stefnt er að í þeim málum, komi ekki til með að minnka fjárþörf Rafmagnsveitna ríkisins, og gott væri að vita á hvern hátt iðnrh. hyggst breyta skipulagi Rafmagnsveitnanna og rekstri þeirra.