12.12.1983
Efri deild: 27. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1625 í B-deild Alþingistíðinda. (1399)

144. mál, lánsfjárlög 1984

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Ég skil vel athugasemdir þeirra hv. þm. stjórnarandstöðunnar að hér hafi gefist skammur tími til að kynna sér þetta mikilvæga mál, en hér var afbrigða leitað um að málið mætti koma til umr. og var samþykkt með 17 shlj. atkv. og þess vegna verður að álíta að menn hafi verið sammála að taka málið til umfjöllunar á þessum fundi.

Ég geri ráð fyrir því að hafa jafnvel kvöldfund, ef á þarf að halda. Þar gefst þá tími til að halda umr. áfram, þ.e. ef tilefni gefst til. Við sjáum það betur þegar fer að nálgast lok þessa fundar.