12.12.1983
Efri deild: 27. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1643 í B-deild Alþingistíðinda. (1418)

43. mál, lagmetisiðnaður

Davíð Aðalsteinsson:

Hæstv. forseti. Ég hefði svo sem getað látið vera að standa hér upp við þessa umr. Þó taldi ég það rétt vegna þess sem fram kom hér fyrr í dag. Ég átti þess ekki kost að vera viðlátinn þegar málið var til umfjöllunar í iðnn. hv. Ed. Ég vil þó ekki láta hjá líða að mitt viðhorf komi fram. Ég er samþykkur málsmeðferð í n. og er fylgjandi því sem meiri hl. n. leggur til, þ.e. að frv. verði samþykkt. Ég vil hins vegar ítreka það sem ég gat um hér við 1. umr. málsins, að ég tel eðlilegt að fyrirkomulag þessara mála, að því er varðar 1.–8. gr. laga um lagmetisiðnað, verði tekið til endurskoðunar. Og ég tel að sá tími sem hér er gert ráð fyrir að lögin gildi, þ.e. til 31. des. 1985, sé nægur í því skyni. Sem sagt, ég vildi taka fram, svo að ekki færi á milli mála, að ég er fylgjandi málsmeðferð meiri hl.