12.12.1983
Neðri deild: 24. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1666 í B-deild Alþingistíðinda. (1443)

123. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Páll Pétursson:

Herra forseti. Þegar ég kvaddi mér hljóðs óttaðist ég að fundarboð forseta Sþ. til formanna þingflokka með forsetum kl. 6 hefði eitthvað misfarist en gott er til þess að vita að þau hafa komist til skila til formanns Alþb. Á fundi kl. 6 sem reyndar var nú fyrirhugaður þegar fyrir helgi, held ég að við þurfum að reyna að komast að samkomulagi um framgang mála. Ég vil bara láta það koma fram fyrir mína hönd að ég óska eftir sem bestu samstarfi við stjórnarandstöðuna um vinnubrögð hér og treysti því að menn reyni að koma sér saman um hvernig hér verði unnið þá daga sem eftir lifa af þessu hausti.