13.12.1983
Sameinað þing: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1809 í B-deild Alþingistíðinda. (1489)

1. mál, fjárlög 1984

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan til þess að það verði ekki misskilið — viljandi eða óviljandi — af virðulegum 8. þm. Reykv. Ég sagði að við hefðum ekki haft réttar upplýsingar um ríkisfjármál þegar við fórum í kosningabaráttuna. Sum af okkar kosningaloforðum voru byggð á þeim upplýsingum sem við héldum að væru réttar. Við höfðum ekki réttar upplýsingar þegar við hófum stjórnarmyndunarviðræður. Við fengum þær ekki fyrr en við sjálfir létum gera úttekt á ríkissjóði. Þetta eru mín orð.