14.12.1983
Sameinað þing: 32. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (1494)

1. mál, fjárlög 1984

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég skýrði frá því í umr. í gær í ræðu minni, sem hv. flm. þessarar till. virðist hafa lesið nokkuð vel kannske að öðru leyti en þessu; að fjvn. hefði ekki tekið upp till. um breytingu á framlagi til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands vegna þess að það væri gert ráð fyrir að leysa vanda hennar að verulegu leyti með aukafjárveitingu á þessu ári, þ.e. vegna veiðarfærakaupa og vegna skipasmíði. Ef ég man rétt er gert ráð fyrir að vegna norrænna samstarfsverkefna fái stofnunin 3 millj. 741 þús. kr., til Cabo Verde verkefnisins 9 millj. kr. og 900 þús. kr. til skrifstofukostnaðar. Þannig lít ég svo á að þessu verkefni sé sinnt eins og eðlilegt er. Ég segi nei.